30 apr. 2018Nú hafa þjálfarar allra flokka drengja og stúlkna í árgangi 2007, 2006 og 2005 krakka tilnefnt leikmenn úr sínum röðum og sent inn til KKÍ. Búið er að senda í póst boðunarbréf sem berast til leikmannanna í vikunni með boðun í Úrvalsbúðir KKÍ 2018.
Úrvalsbúðirnar, sem eru undanfari yngri landsliða Íslands, fara fram á tveim æfingahelgum og munu leimenn í þeim æfa undir leiðsögn reyndra þjálfara ásamt vel völdum gestaþjálfurum og fara yfir ýmis tækniatriði á stöðvaræfingum. Þar verður meðal annars farið yfir og æfð atriði eins og skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.
Æfingabúðirnar verða haldnar tvisvar í sumar yfir tvær helgar og er dagskráin sú sama á báðum helgum. Fyrri helgin hjá drengjum verður dagana 26.-27. maí og sú síðari verður haldin 18.-19. ágúst og æfa stelpur og strákar á sitthvorum staðnum.
Dagskráin er eftirfarandi fyrir æfingahelgarnar í sumar:
Drengir f. 2007 · kl. 09.00 – 11.00 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2006 · kl. 11.30 – 13.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2005 · kl. 13.30 - 14.30 - Fyrirlestur á laugardeginum báðar helgar.
+
Drengir f. 2005 · kl. 14.30 – 16.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Verð fyrir hvern þátttakanda fyrir úrvalsbúðirnar er 7.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar. Hægt er að greiða á staðnum á fyrstu æfingu hjá fulltrúa KKÍ með korti eða peningum.
Foreldrar eru beðnir um að skrá og staðfesta mætingu inni á www.kki.is/urvalsbudir til að halda utan um mætingu og netföng foreldra og þá er hægt að minna á seinni helgina í sumar auk þess sem þar er einnig að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um búðirnar.
#korfubolti