28 mar. 2018
Eins og kom fram fyrir helgi þá fundaði stjórn FIBA Europe á Íslandi um síðustu helgi. Á vef FIBA er samantekt af fundinum og heimsókn stjórnar til Íslands. Þar kemur m.a. fram einhugur stjórnar FIBA Europe að halda áfram keppni hjá landsliðunum í gluggum. Hafnar stjórnin afstöðu Euroleague sem hún telur skaða evrópskan körfubolta.
Hægt er að kynna sér betur ferð stjórnar FIBA Europe til Íslands hér.