![1. deild kvenna: Tveir leikir í úrslitakeppninni í kvöld](/library/Myndir/Auglysingar/1dkv_fjo_thorak_21.jpg)
21 mar. 2018Í kvöld eru tveir leikir á dagskránni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í undanúrslitunum en þá mætast Grindavík og KR öðru sinni og Fjölnir og Þór Akureyri í þriðja leik sinnar viðureignar.
Staðan er 2-0 fyrir Fjölni gegn Þór Ak. og 1-0 fyrir KR gegn Grindavík. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara í lokaúrslitin í ár og leika um sæti í Domino's deildinni að ári.
#korfubolti