16 mar. 2018Í kvöld er komið að fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna með leik Fjölnis og Þórs Akureyri.

Efstu fjögur liðin leika öll í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni að ári liðnu. Liðin sem leika í úrslitakeppninni í ár eru lið KR sem urðu deildarmeistarar, lið Fjölnis sem hafnaði í 2. sæti, Þór Akureyri sem varð í 3. sæti og Grindavík sem varð í 4. sæti.

Leikur kvöldsins
Í kvöld tekur Fjölnir á móti liði Þórs Akureyri í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst leikurinn kl. 19:30.

Á morgun hefst svo viðureign KR og Grindavíkur í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fyrirkomulag úrslitakeppni 1. deilda
Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í undanúrslitum, þar sem leikið er heima og að heiman til skiptis, komast í lokaúrslitin þar sem sami háttur er á, vinna þarf þrjá leiki til að vinna viðureignina og þar með sæti í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

#korfubolti