![1. deild karla · Úrslitakeppnin](/library/Myndir/Auglysingar/1deild_kk_ham_snae1.jpg)
16 mar. 2018Í kvöld fer fram einn leikur í úrslitakeppni 1. deildar karla en það er fyrsti leikur Hamars og Snæfells í undanúrslitunum.
Leikurinn fer fram í Hveragerði og hefst leikurinn kl. 19:15. Liðin leika til skiptis á sínum heimavelli þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og kemst viðkomandi lið í lokaúrslitin þar með.
Í gær hófst einnig hin viðureignin í undanúrslitunum en þar mætast Breiðablik og Vestri. Í gær hafði Breiðablik sigur 93:64.
#korfubolti