26 feb. 2018
Góð landsliðshelgi er að baki með tveimur sætum sigrum strákanna okkar á Finnum og Tékkum. Staðan í riðlinum okkar er galopin og allt getur gerst ennþá en síðustu tveir leikir þessarar riðlakeppni lýkur í lok júní og byrjun júlí þegar við mætum Búlgörum og Finnum á þeirra heimavelli.
Ég þakka stuðningsfólki okkar fyrir góðan stuðning en það sýndi sig í báðum þessum leikjum að öflugur stuðningur áhorfenda getur svo sannarlega hjálpað til við að vinna leiki, byggjum ofan á þennan góða stuðning í næstu heimaleikjum landsliðanna okkar.
Að halda svona landsleiki krefst mikillar vinnu og skipulagningar og án allra þeirra fjölda sjálfboðaliða sem komu að vinnu um helgina hefði ekki verið hægt að halda leikina eins vel og raun bar vitni . Það er afar dýrmætt fyrir KKÍ að geta leitað til alls þess duglega fólks sem aðstoðaði okkur, takk kærlega fyrir ykkar góðu vinnu.
Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ