25 feb. 2018Í dag, sunnudaginn 25. febrúar, er komið að seinni leik íslenska karlalandsliðisins þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
Sama lið mun leika í dag og var í sigurleiknum gegn Finnum á föstudaginn var.
#TakkLogi
Leikurinn á morgun mun verða kveðjuleikur Loga Gunnarssonar, þegar hann mun leika sinn síðasta landsleik, áður en hann leggur skónna á hilluna. Þetta mun verða hans 147. landsleikur og er hann fjórði landsleikjahæsti leikmaður íslenskrar körfuknattleikssögu.
Miðasala er í fullum gangi á Tix.is en KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna á leikinn, styðja við liðið og njóta frábærrar skemmtunar.
Hægt verður að fylgjast með gangi leiksins, lifandi tölfræði, sem og annara leikja sem verða í gangi, á heimasíðu mótsins www.fiba.basketball/basketballworldcup
#korfubolti #TakkLogi