24 feb. 2018
Á morgun, sunnudaginn 25. febrúar, leikur Íslenska karlalandsliðið seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfar hans hafa valið sama lið og lék gegn Finnum í gær fyrir leikinn á morgun. Þá var Tryggvi Snær Hlinason í liðinu, en hann náði ekki til landsins í tæka tíð, þar sem flugi hans í hádeginu í gær var frestað til kvöldsins vegna veðurs. Nú hinsvegar er hann kominn til landsins og verður því með á morgun.
#TakkLogi
Leikurinn á morgun mun verða kveðjuleikur Loga Gunnarssonar, þegar hann mun leika sinn síðasta landsleik, áður en hann leggur skóna á hilluna. Þetta mun verða hans 147. landsleikur og er hann fjórði landsleikjahæsti leikmaður íslenskrar körfuknattleikssögu.
Liðskipan Íslands gegn Tékklandi verður því eftirfarandi:
Nr. - Nafn - Lið - F. ár - Leikstaða - Hæð - Landsleikir
Nr. - Nafn - Lið - F. ár - Leikstaða - Hæð - Landsleikir
1 | Martin Hermannsson | Chalon Reims, Frakkland | 1994 | B | 194 | 59 |
6 | Jakob Örn Sigurðarson | Boras Basket, Svíþjóð | 1982 | B | 190 | 91 |
7 | Pétur Rúnar Birgisson | Tindastóll | 1996 | B | 186 | 6 |
8 | Hlynur Bæringsson | Stjarnan | 1982 | M | 200 | 119 |
9 | Jón Arnór Stefánsson | KR | 1982 | SB | 196 | 97 |
13 | Hörður Axel Vilhjálmsson | Keflavík | 1988 | B | 194 | 71 |
14 | Logi Gunnarsson | Njarðvík | 1981 | SB | 192 | 146 |
15 | Pavel Ermolinskij | KR | 1987 | F | 202 | 68 |
19 | Kristófer Acox | KR | 1993 | F | 198 | 33 |
21 | Ólafur Ólafsson | Grindavík | 1990 | F | 194 | 23 |
24 | Haukur Helgi Pálsson Briem | Cholet Basket, Frakkland | 1992 | F | 198 | 64 |
34 | Tryggvi Snær Hlinason | Valencia, Spánn | 1997 | M | 216 | 26 |
#korfubolti #TakkLogi