23 feb. 2018Í dag er komið að fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í þessum febrúar glugga. Leikur Íslands og Finnlands hefst kl. 19:45 í kvöld í Laugardalshöllinni og verður leikurinn sýndur beint á RÚV2 og hefst útsending kl. 19:15.

Von er á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið, en 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni. 

Miðasala er á meðan miðar endast á tix.is og síðan við hurð á leikstað.

Íslenska liðið verður þannig skipað í kvöld:

# Nafn Lið F. ár Staða Hæð Landsleikir
1 Martin Hermannsson Chalon Reims, Frakkland 1994 PG 194 58
6 Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket, Svíþjóð 1982 PG 190 90
7 Pétur Rúnar Birgisson Tindastóll 1996 PG 186 5
8 Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 C 200 118
9 Jón Arnór Stefánsson KR 1982 SG 196 96
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík 1988 PG 194 70
14 Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 SG 192 145
15 Pavel Ermolinskij KR 987 F 202 67
19 Kristófer Acox KR 1993 PF 198 32
21 Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 F 194 22
24 Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket, Frakkland 1992 F 198 63
34 Tryggvi Snær Hlinason Valencia, Spánn 1997 C 216 25

#korfubolti