20 feb. 2018Framundan eru tveir heimaleikir íslenska karlalandsliðisins í körfuknattleik en liðið leikur tvo leiki í undankeppni HM karla þegar Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00

Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.

Miðasala er hafin á báða leikina á tix.is:

ÍSLAND-FINNLAND · Föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 · Miðasala á TIX:IS.
Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2

ÍSLAND-TÉKKLAND · Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00 · Miðasala á TIX:IS.
Leikurinn verður sýndur beint á RÚV

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja við bakið á liðinu en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að með góðum stuðningi á heimavelli hefur okkar liðum gengið vel. Strákarnir okkar ætla sér að leiðrétta tvö töp í nóvemberglugganum gegn Tékkum og Búlgaríu og mæta tilbúnir til leiks og sækja til sigurs.

#korfubolti