6 feb. 2018
Í morgun hélt kvennaliðið Íslands í körfuknattleik af stað til Bosníu þar sem liðið lendir um kvöldmatarleytið eftir ferðalag dagsins.
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, og aðstoðarþjálfarar hans, þurftu að gera eina breytingu á hópnum fyrir brottför en ljóst var að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, er ennþá að ná sér eftir slæm meiðsli og ekki orðin leikfær að fullu.
Því þurfti að kalla inn nýjan leikmann í liðið og það er samherji Sigrúnar Sjafnar úr Borgarnesi, Jóhönna Björk Sveinsdóttir, sem kom í hennar stað í leikina tvö sem framundan eru í undankeppni EuroBasket Women 2019. Jóhanna Björk hefur leikið 10 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Ísland leikur tvo útileiki, fyrst í Sarajevo gegn Bosníu þann 10. febrúar og svo í Svartfjallalandi í Podgorica þann 14. febrúar.
Lið Íslands verður því þannig skipað:
Leikmaður | Félag | F. ár | Staða | Hæð | Landsleikir |
Berglind Gunnarsdóttir | Snæfell | 1992 | F | 177 | 17 |
Dýrfinna Arnardóttir | Haukar | 1998 | F | 174 | 2 |
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir | Valur | 1998 | M | 188 | 5 |
Guðbjörg Sverrisdóttir | Valur | 1992 | B | 180 | 14 |
Helena Sverrisdóttir | Haukar | 1988 | B | 184 | 66 |
Hildur Björg Kjartansdóttir | Leganés, Spánn | 1994 | F | 188 | 21 |
Isabella Ósk Sigurðardóttir | Breiðablik | 1997 | F | 186 | 2 |
Jóhanna Björk Sveinsdóttir | Skallagrímur | 1989 | F | 179 | 10 |
Rósa Björk Pétursdóttir | Haukar | 1997 | F | 174 | Nýliði |
Sandra Lind Þrastardóttir | Horsholm, DK | 1996 | M | 182 | 18 |
Sóllilja Bjarnadóttir | Breiðablik | 1995 | B | 175 | 2 |
Þóra Kristín Jónsdóttir | Haukar | 1997 | B | 173 | 6 |
#korfubolti