23 jan. 2018Það verður sannkölluð körfuboltaveisla eftir mánuð dagna 23. og 25. febrúar þegar íslenska karlalandsliðið leikur tvo heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi á föstudeginum 23. febrúar kl. 19:45 og svo tveim dögum síðar á sunnudeginum verður leikið gegn Tékklandi kl. 16:00.
Leikirnir eru mjög mikilvægir fyrir okkar stráka sem ætla sér áfram í keppninni og því góður stuðningur áhorfenda lykilatriði og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikina og styðja strákana okkar til sigurs.
Leikurinn gegn Finnlandi er síðasti leikurinn í fyrri umferðinni, en við hófum einmitt leik gegn Tékkum ytra þar sem heimamenn höfðu sigur og því tækifæri til að hefna ófaranna þá í þetta sinn.
Miðasala á leikina er hafin á TIX:is hérna