17 jan. 2018Í gær var dregið í riðla hjá FIBA fyrir öll evrópumót yngri liða á komandi sumri 2018. Ísland sendir annað árið í röð lið í evrópukeppnir í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna hjá liðum í aldursflokki U16, U18 og U20. Hvert landslið leikur gegn viðkomandi þjóðum í riðlakeppni í upphafi móts og í kjölfarið taka svo við úrslitakeppnir og leikir um sæti eftir gengi liðanna í riðlunum.

Alls voru 257 lið dregin í 16 evrópukeppnir sem verða á dagskránni hjá FIBA í sumar.

Eftirtalin lönd verða mótherjar okkar liða í riðlakeppni evrópumótanna:

U16 stúlkna - B deild: A-riðill
Leikið í Podgorica, Svartfjallalandi, dagana 16.-25. ágúst

1. Grikkland
2. Bretland
3. Svíþjóð
4. Ísland
5. Makedónía
6. Svartfjallaland

U16 drengja - B deild: C-riðill
Leikið í Sarajevo, Bosníu, dagana 9.-18. ágúst

1. Pólland
2. Finnland
3. Ungverjaland
4. Kýpur
5. Ísland
6. Búlgaría

U18 stúlkna - B deild: A-riðill
Leikið í SOberwart+Gussing+Furstenfeld, Austurríki, dagana 3.-12. ágúst

1. Kýpur
2. Georgía
3. Ísland
4. Portúgal
5. Rúmenía
6. Finnland

U18 drengja - B deild: C-riðill
Leikið í Skopje, Makedóníu, dagana 27. júlí - 5. ágúst

1. Tékkland
2. Makedónía
3. Holland
4. Ísrael
5. Ísland
6. Lúxemborg

U20 kvenna - B deild: B-riðill
Leikið í Oradea, Rúmeníu, dagana 7.-15. júlí

1. Hvíta-Rússland
2. Ísland
3. Danmörk
4. Tyrkland
5. Búlgaría
6. Tékkland

U20 karla - A deild: D-riðill
Leikið í Chemnitz, Þýskalandi, dagana 14.-22. júlí

1. Ísland
2. Ítalía
3. Svíþjóð
4. Serbía

#korfubolti