12 jan. 2018
Konur:
Í gær fóru fram undanúrslitaleikir Maltbikars kvenna og því ljóst núna hvaða lið leika til úrslita 2018 hjá körlum og konum.
Fyrri leikur gærdagsins var viðureign Skallagríms og Njarðvíkur. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur og réðust úrslitin í lokasókn leiksins. Þar hafði Njarðvík betur 75:78 og leika því til úrslita á laugardaginn kemur.
Seinni undanúrslitaleikur kvenna var leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells. Hann var einnig fjörugur og skemmtilegur og eftir venjulegan leiktíma var jafnt 75:75. Því þurfti að framlengja og þar höfðu Keflavíkurstúlkur betur
83:81 og leika til úrslita á laugardaginn kemur.
Bikarsaga kvenna 1975-2018
Þetta verður fjórði bikarúrslitaleikurinn hjá Njarðvík, sem hafa einu sinni orðið bikarmeistarar, árið 2012.
Keflavík á að baki 22 bikarúrslitaleiki og hafa 14 sinnum unnið Bikarkeppni KKÍ, síðast 2017.
Úrslitaleikir Maltbikars kvenna:
Úrslitaleikur kvenna fer fram á morgun, 13. janúar, kl. 16:30 í Laugardalshöllinni. Miðasala er á netinu hjá hvoru félagi fyrir sig, og einnig almenn miðasala KKÍ á tix.is.
Karlar:
Undanúrslit karla fóru fram á miðvikudaginn og þar voru það KR og Breiðablik sem áttust við í fyrri leiknum. KR, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, fóru með sigur af hólmi 90:71.
Seinni leikur undanúrslitanna var viðureign Hauka og Tindastóls þar sem lokastaðan var 75:85 fyrir Tindastól eftir skemmtilegan leik.
Bikarsaga karla 1970-2018
KR á að baki 12 bikartitla og eru ríkjandi meistarar frá í fyrra, en KR hefur 20 sinnum leikið til úrslita.
Tindastóll hefur leikið einu sinni til úrslita, árið 2012, en hefur ekki unnið bikartitilinn áður.
Úrslitaleikir Maltbikars karla:
Úrslitaleikur karla fer fram á morgun, 13. janúar, kl. 13:30 í Laugardalshöllinni. Miðasala er á netinu hjá hvoru félagi fyrir sig, og einnig almenn miðasala KKÍ á tix.is.
Saga Bikarúrslitanna
Hægt er að lesa meira um bikarsögu karla og kvenna á kki.is hérna.
#maltbikarinn #korfubolti