29 des. 2017
Landslið kvenna spilaði í kvöld sinn síðasta leik á æfingamótinu í Lúxemborg. Spiluðu þær aftur á móti Lúxemborg.
Ísland byrjaði leikinn að miklum krafti og var allt annað að sjá til þeirra frá síðustu leikjum. Ísland vann fyrsta leikhluta 15 - 18. Ísland hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og virtust vera að finna taktinn í sínum leik. Ísland vann annan leikhluta 13 - 17 og staðan því 28 - 35 fyrir Íslandi í hálfleik. Lúxemborg kom mun sterkar í seinni hálfleik og vann þriðja leikhluta 27-12. Staðan 55-47 fyrir Lúxemborg eftir þrjá leikhluta. Lúxemborg hélt áfram að spila vel og Ísland náði ekki að stoppa þær. Lúxemborg vann fjórða leikhluta f21-13 og loka staða því 76-60 fyrir Lúxemborg.
Hér er hægt að sjá myndir úr leiknum.