28 des. 2017
Landslið kvenna spilaði tvo æfingaleiki í dag í Lúxemborg. Tap var því miður staðreyndin í báðum leikjunum.
Fyrri leikurinn var gegn Lúxemborg. Lúxemborg byrjaði leikinn betur og staðan 20 - 11 eftir fyrsta leikhluta. Ísland bætti í í seinni öðrum leikhluta og unnu hann 8 - 13. Staðan því 28 - 24 í hálfleik fyrir Lúxemborg. Íslenska liðið kom sterkt til leiks í þriðja leikhluta og voru mun ákveðnari en í fyrri hálfleik. Ísland vann leikhlutan 13 - 18 og staðan 41 - 42 eftri þrjá leikhluta. Fjórði leikhluti var mjög spennandi en það vantaði herslu muninn hjá okkar stelpum til að klára leikinn og töpuðu þær leikhlutanum 14 - 11 og því tap staðreyndin 55 - 53.
Hér er hægt að nálgast myndir frá leiknum.
Seinni leikur dagsins var gegn U20 ára liði Hollands. Þær hollensku byrjuðu af miklum krafti og kláruðu í rauninn leikinn í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-10 fyrir Hollandi. Ísland gerði mikið af mistökum og tapaði 18 boltum í fyrrihálfleik og náðu ekki að stoppa þær hollensku og staðan í hálfleik 45 - 22. Ísland kom mun ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og vann þann leikhluta 13 - 18. Ísland náði ekki að fylgja eftir góðum þriðja leikhluta í þeim fjórða og tapaði honum 20 - 13 og lokatölur því 78 - 53 fyrir Hollandi.
Hér er hægt að nálgast myndir frá leiknum.
Ísland spilar aftur við Lúxemborg kl. 18:00 að staðartíma annað kvöld.