27 des. 2017
Íslenska kvennalandsliðið hélt til Lúxemborgar í morgun á æfingamót, sem er í boði körfuknattleikssambandsins þar í landi, sem stendur yfir dagana 27.-29. desember. Á mótinu leika heimastúlkur frá Lúxemborg ásamt U20 ára liði Hollands. Liðið hélt út í morgun og mun vera við æfingar og leika æfingaleiki fram að heimför þann 30. des.
Ívar Ásgrímsson þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir völdu 12 leikmenn til að taka þátt í mótinu fyrir skemmstu. Þau gerðu eina breytingu á vali sínu fyrir jól þegar ljóst var að Helena Sverrisdóttir væri á leið í atvinnumennsku í desember/janúar og völdu þau Dýrfinnu Arnardóttur frá Haukum í hennar stað.
Þar með eru það þrír nýliðar sem leika með landsliðinu á æfingamótinu, þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, báðar frá Breiðabliki og svo Dýrfinna Arnardóttir frá Haukum.
Landslið Íslands á æfingamótinu í Lúxemborg:
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Valur
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · Spánn
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan
Sandra Lind Þrastardóttir · Danmörk
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Aðrir leikmenn sem voru í valdar í æfingahópinn en eru ekki með:
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Meidd
Helena Sverrisdóttir · Leikur erlendis des.-jan. í Slóvakíu
Hallveig Jónsdóttir · Gaf ekki kost á sér að þessu sinni
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Meidd