15 des. 2017
Á nýju ári mun nýtt mót Árvirkjans og FSu verða haldið fyrir börn í 7. og 8. flokki.
Leikirnir verða með svipuðu sniði og þekkist í minniboltamótunum, stuttir leikir og bara 4 leikmenn inni á vellinum í einu hjá hvoru liði. Leiktíminn verður 2 x 10 mín. Ætlunin er að spila í riðlum og síðan verður útsláttarkeppni þar sem spilað verður um öll sætin. Liðin ættu því að fá nóg af leikjum. Hvert lið mun spila alla sína leiki á sama deginum.
Skráning er hafin á kallikrulla@gmail.com og stendur hún til 20. desember næstkomandi.
Skemmtileg mót fyrir þessa aldurshópa að byrja nýtt körfuboltaár.