14 des. 2017Lokaleikirnir í fyrri umferð Domino’s deildar karla og þar með síðasta umferðin fyrir jólafrí fer fram í kvöld þegar sex leikir fara fram.
Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í beinni í kvöld, en sýnt verður frá Seljaskóla, leik ÍR og Keflavíkur, og í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Tindastóls.
Fimm leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og einn kl. 20:00.
Domino’s deild karla · 11. umferð
⏰ 19:15
🏀Njarðvík-Höttur
🏀ÍR-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🏀Valur-Haukar
🏀Þór Ak.-Grindavík
🏀KR-Þór Þ.
⏰ 20:00
🏀Stjarnan-Tindastóll · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
Allir leikir kvöldsins í lifandi tölfræði á kki.is.
KRTV.is og thorsport.is senda út sína leiki beint á netinu.
Fylgist með umræðunni á Twitter á undir #korfubolti og sjónvarpsleikjunum á #dominos365.