11 des. 2017
KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði 27. - 28. janúar í Garðabæ og 3. - 4. febrúar í Njarðvík.
Á námskeiðinu verður farið yfir bóklega hlutann um reglur og aðferðarræði dómara í skemmtilegum fyrirlestri sem endar á prófi. Á sunnudegi fer svo fram verklegur þáttur þar sem dæmt er á yngri flokka móti (hluti úr leik) undir leiðsögn kennarans.
Dagskrá námskeiðsins:
Laugardagur 27. janúar: Bóklegt / fyrirlestrar
Sunnudagur 28. janúar: Bóklegt + próf + verklegt próf
Reikna má með að námskeiðið standi yfir frá kl. 09:00 - 16:00.
Námskeiðsgjaldi er 5.000 kr.
Þeir dómarar sem standast prófið geta farið á niðurröðun KKÍ og hafið dómgæslustörf í kjölfarið.
Skráning er hafin og fer fram á netinu með því að smella hérna!