7 des. 2017

FIBA ákvað á stjórnarfundi sínum hjá evrópsku stjórninni um síðast liðnu helgi hvar leikið yrði á Evrópumóti yngri á komandi sumri. Ísland á lið í öllum aldursflokkum og því ljóst hvert okkar lið halda í sumar til keppni.

Farið var yfir umsóknir landa um að halda Evrópumót og hafa margir mótshaldarar næsta sumar haldið einu sinni eða oftar Evrópumót áður og því margir keppnisstaðir okkur kunnigir.

Íslensku liðin okkar leika öll í B-deildum í sumar, að undanskildum U20 ára liði drengja sem leika í A-deild annað árið í röð.

Evrópumót FIBA 2018:
U16 strákar · Sarajevo, Bosnía 9.-18. ágúst
U16 stelpur · Podgorica, Svartfjallaland 16.-25. ágúst

U18 strákar · Skopje Makedónía 27. júlí-5. ágúst
U18 stelpur · Oberwart, Gussing Ausutrríki 3.-12. ágúst

U20 strákar · Chemnitz, Þýsklandi 14.-22. júlí
U20 stelpur · Oradea, Rúmenía 7.-15. júlí.   

#korfubolti