5 des. 2017Íslenska kvennalandsliðið mun halda til Lúxemborgar í boði körfuknattleikssambandsins þar í landi sem sem stendur fyrir æfingamóti dagana 27.-29. desember. Á mótinu leika heimastúlkur frá Lúxemborg ásamt U20 ára liði Hollands. 
Liðið heldur út þann 27. des. og mun vera við æfingar og leika æfingaleiki fram að brottför heim þann 30. des. 

Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 13 leikmenn til að taka þátt í mótinu en þar á meðal eru tveir nýliðar, þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, báðar frá Breiðabliki.
Leikmannahópur Íslands á æfingamótinu verður skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Leikmaður Félag Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir  Snæfell 15
Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík 5
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 3
Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík 8
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur 9
Helena Sverrisdóttir  Haukar 66
Hildur Björg Kjartansdóttir Legonés, Spánn 19
Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik Nýliði
Ragna Margrét Brynjarsdóttir Stjarnan 41
Sandra Lind Þrastardóttir Horsholm, Danmörk 16
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Nýliði
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík 9
Þóra Kristín Jónsdóttir  Haukar 4

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var einnig valin í hópinn en hún er meidd fram til áramóta og verður hún heima að ná sér og mun því ekki fara með í þessa æfingaferð.

#korfubolti