24 nóv. 2017
Nú er það ljóst að Tryggvi Snær Hlinason mun koma heim til Íslands í dag föstudag og ná seinni leiknum með Íslandi gegn Búlgaríu í Höllinni á mánudaginn kemur í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær átti leik í gærkvöldi í EuroLeague með Valencia gegn Brose Bamberg í Þýskalandi þar sem þeir þýsku höfðu eins stigs sigur. Tryggvi mun ferðast heim í dag til Íslands og því eiga möguleika á að vera með í leiknum gegn Búlgaríu.
KKÍ hefur verið í talsverðum samskiptum við forsvarsmenn Valencia undanfarnar vikur og um miðja vikuna náðist samkomulag um að Tryggvi fengi að koma heim. KKÍ harmar þær deilur sem eru á milli FIBA og EuroLeague og það er sérstaklega svekkjandi að EuroLeauge hafi ekki staðið við þann samning sem gerður var fyrir um ári síðan um að leikir færu ekki fram í EuroLeague á meðan landsleikjaglugginn er í gangi hjá FIBA.
Þá mun Brynar Þór Björnsson einnig koma inn í hópinn á nýju eftir veikindi sem urðu til þess að hann fór ekki með liðinu til Tékklands og því verða 13 leikmenn sem Craig Pedersen getur valið úr fyrir seinni leikinn í þessum landsliðsglugga.
Miðasala á heimaleikinn í Höllinni mánudag er í fullu fjöri á TIX.is.
13 manna leikmannahópur Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu (12 leikmenn á skýrslu)
Nafn | Lið | F. Ár | Leikstaða | Hæð | Landsleikir |
Axel Kárason | Tindastóll | 1983 | Framherji | 193 | 57 |
Brynjar Þór Björnsson | KR | 1988 | Skotbakvörður | 192 | 67 |
Haukur Helgi Pálsson Briem | Cholet Basket (FRA) | 1992 | Framherji | 198 | 62 |
Hlynur Bæringsson | Stjarnan | 1982 | Miðherji | 200 | 117 |
Jakob Örn Sigurðarson | Boras Basket (SWE) | 1982 | Bakvörður | 190 | 86 |
Kári Jónsson | Haukar | 1997 | Bakvörður | 192 | 6 |
Kristófer Acox | KR | 1993 | Framherji | 198 | 31 |
Logi Gunnarsson | Njarðvík | 1981 | Skotbakvörður | 192 | 144 |
Martin Hermannsson | Chalon Reims (FRA) | 1994 | Bakvörður | 194 | 57 |
Ólafur Ólafsson | Grindavík | 1990 | Framherji | 194 | 21 |
Sigtryggur Arnar Björnsson | Tindastóll | 1993 | Bakvörður | 180 | 6 |
Tómas Þórður Hilmarsson | Stjarnan | 1995 | Framherji | 200 | 1 |
Tryggvi Snær Hlinason | Valencia (ESP) | 1997 | Miðherji | 215 | 24 |