20 nóv. 2017
Íslenska karlalandsliðið er nú á leiðinni til London þar sem þeir fljúga svo yfir til Prag í Tékklandi síðar í dag. Þar hitta þeir fyrir þrjá leikmenn og annan aðstoðarþjálfara liðsins sem koma beint þangað, áður en haldið verður í rútu til bæjarins Pardubice, þar sem leikurinn fer fram á föstudaginn kemur.
Leikurinn verður sýndur heima í beinni útsendingu á RÚV2 24. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma (kl. 18:00 ytra).
Brynjar Þór Björnsson hefur verið veikur undanfarna daga og gat ekki ferðast með liðinu út í morgun. Í gær var tilkynnt á blaðamannafundi fyrir brottför að Pavel Ermolinskij væri meiddur og þá er verið að vinna í því að Tryggvi Snær Hlinason nái seinni leiknum með landsliðinu í nóvember sem verður á mánudaginn kemur heima gegn Búlgaríu.
Þeir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni, og Axel Kárason, Tindastól, komu inn í liðið í þeirra stað fyrir fyrri leikinn.
Liðið gegn Tékklandi verður því þannig skipað:
# | Nafn | Lið |
F. ár | Staða | Hæð | Landsleikir |
1 | Martin Hermannsson | Chalon Reims (Frakkland) | 1994 | Bakvörður | 194 | 56 |
4 | Axel Kárason | Tindastóll | 1983 | Framherji | 193 | 56 |
6 | Jakob Örn Sigurðarson | Boras Basket (Svíþjóð) | 1982 | Bakvörður | 190 | 85 |
8 | Hlynur Bæringsson | Stjarnan | 1982 | Miðherji | 200 | 116 |
10 | Kári Jónsson | Haukar | 1997 | Bakvörður | 192 | 5 |
11 | Tómas Þórður Hilmarsson | Stjarnan | 1995 | Framherji | 200 | Rookie |
12 | Sigtryggur Arnar Björnsson | Tindastóll | 1993 | Bakvörður | 180 | 5 |
14 | Logi Gunnarsson | Njarðvík | 1981 | Skotbakvörður | 192 | 143 |
19 | Kristófer Acox | KR | 1993 | Framherji | 198 | 30 |
21 | Ólafur Ólafsson | Grindavík | 1990 | Framherji | 194 | 20 |
24 | Haukur Helgi Pálsson Briem | Cholet Basket (F) | 1992 | Framherji | 198 | 61 |
88 | Brynjar Þór Björnsson | KR | 1988 | Skotbakvörður | 192 | 67 |
#korfubolti