15 nóv. 2017
Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu í bænum Ružomberok í Slóvakíu kl. 17:00 að íslenskum tíma í undankeppni EM 2019.
Þetta er annar leikur beggja liða í undankeppninni en bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum sem spilaðir voru á laugardaginn síðasta. Leikurinn í dag verður sýndur beint á RÚV2 og hefst útsending kl. 16:50.
Hér er síða keppninnar hjá FIBA.com en þar er lifandi tölfræði frá öllum leikjum dagins í keppninni: www.fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019
12 manna lið Íslands er þannig skipað í dag:
# |
Nafn | Lið | F. ár |
Staða |
Hæð |
Leikir |
4 | Helena Sverrisdóttir | Haukar | 1988 | B | 184 | 65 |
5 | Hildur Björg Kjartansdóttir | Legonés, Spánn | 1994 | F | 188 | 18 |
6 | Hallveig Jónsdóttir | Valur | 1995 | B | 180 | 11 |
9 | Sigrún Sjöfn Ámundardóttir | Skallagrímur | 1988 | F | 181 | 50 |
10 | Thelma Dís Ágústsdóttir | Keflavík | 1998 | F | 180 | 8 |
11 | Emelía Ósk Gunnarsdóttir | Keflavík | 1998 | F | 180 | 7 |
12 | Sandra Lind Þrastardóttir | Horsholm, Danmörk | 1996 | M | 182 | 15 |
13 | Þóra Kristín Jónsdóttir | Haukar | 1997 | B | 173 | 3 |
20 | Elín Sóley Hrafnkelsdóttir | Valur | 1998 | M | 188 | 2 |
15 | Birna Valgerður Benónýsdóttir | Keflavík | 2000 | F | 185 | 4 |
22 | Berglind Gunnarsdóttir | Snæfell | 1992 | F | 177 | 14 |
24 | Guðbjörg Sverrisdóttir |
Valur | 1992 | F | 180 | 11 |
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir