15 nóv. 2017
Ísland spilaði annan annan leik í undankeppni EuroBasket 2019 í dag er þær sóttu Slóvakíu heim.
Ísland byrjaði leikinn af krafti og unnu fyrsta leikhlutann 15 - 17. Slóvakía komst sjö stigum yfir í öðrum leikhluta en Ísland náði að minnka muninn niður í fimm stig fyrir lok leikhlutans og staðan því 37 -32 í hálfleik.
Þriðji leikhlluti var ágætur hjá Íslandi og settu þær fjórar þriggjastiga körfur í leikhlutanum og börðust vel. Þær töpuðu þó leikhlutanum með einu stigi 20 - 19 og staðan því orðin 57 - 51 fyrir Slóvakíu.
Fjórði leikhluti var síðan mjög erfiður og skoraði Ísland aðeins 3 stig á fyrstu 5 mínútunum gegn 12 stigum Slóvakíu. Heimastúlkur voru sterkari á lokasprettinum og loka staða 78 - 62 fyrir Slóvakíu.
Stigahæst hjá Íslandi í dag var Helena Sverrisdóttir með 22 stig og tók hún 7 fráköst og gaf 6 stöðsendingar.
Ísland spilar næstu tvo leiki á útivelli. Fyrst gegn Bosníu 10. febrúar og síðan gegn Svartfjallalandi 14. febrúar.
Áfram Ísland