14 nóv. 2017
KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á Reykjanesbæ helgina 18.-19. nóvember 2017. Athygli er vakin á að þetta námskeið verður ekki í fjarnámi, heldur er hér um að ræða námskeið „af gamla skólanum“ þar sem bóklegi hlutinn fer fram í kennslustofu. Verklegi hlutinn verður eftir sem áður í íþróttasal.
Dagskrá námskeiðisins:
Laugardagur 18. nóvember: 09:00-16:00 · Bóklegt - Íþróttahúsið í Njarðvík
Sunnudagur 19. nóvember: 09:00-15:00 · Bóklegt og verklegt - Íþróttahúsið í Njarðvík
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn
17. nóvember. Námskeiðið stendur öllum til boða og mun kosta 5.000 kr.
Þeir dómarar sem standast skriflegt og verklegt próf geta óskað eftir að fara á
niðurröðu dómaranefndar og farið að dæma leiki í neðri deildum og yngri
flokkum.
Staðsetning námskeiðsins verður á Reykjanesi og verður hún kynnt í vikunni.
Skráning fer fram á netfanginu kki@kki.is og taka þarf fram nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang og félag (ef við á, annars skrá ófélagsbundinn)