26 sep. 2017
KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á höfuðborgarsvæðinu helgina 7.-8. október 2017. Athygli er vakin á að þetta námskeið verður ekki í fjarnámi, heldur er hér um að ræða námskeið „af gamla skólanum“ þar sem bóklegi hlutinn fer fram í kennslustofu. Verklegi hlutinn verður eftir sem áður í íþróttasal.
Dagskrá námskeiðisins:
Laugardagur 7. október: 09:00-16:00 · Bóklegt
Sunnudagur 8. október: 09:00-15:00 · Bóklegt og verklegt
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 4. október. Námskeiðið stendur öllum til boða og mun kosta 5.000 kr.
Þeir dómarar sem standast skriflegt og verklegt próf geta óskað eftir að fara á niðurröðu dómaranefndar og farið að dæma leiki í neðri deildum og yngri flokkum.
Staðsetning námskeiðsins verður á höfuðborgarsvæðinu og verður hún kynnt í vikunni.
Skráning fer fram á netfanginu kki@kki.is og taka þarf fram nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang og félag (ef við á, annars skrá ófélagsbundinn)