24 sep. 2017
Laugardaginn 30. september verður námskeið haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal vegna rafrænnar tölfræðiskráningar.
Farið verður yfir undirbúning, skilgreiningar og sýndar verða myndbandsupptökur með dæmum um aðferðafræði.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að vinna á forritið og líka þeim sem eru hvíslarar (e. callers). Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og svo þá sem hafa verið að taka tölfræði í einhver ár og vilja dýpka skilning sinn á skilgreiningum.
Skrá þarf á námskeiðið með því að senda póst á kki@kki.is. Taka þarf nafn, félag og aldur.
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin í Laugardal, Engjavegur 6, 104 Reykjavík.
Hvenær: Laugardagurinn 30. september kl. 9:30-12:00.