17 sep. 2017Í dag og kvöld er komið að lokaleikjunum á EM, EuroBasket 2017, þegar leikurinn um 3. sætið og úrslitaleikurinn fara fram í Istanbúl í Tyrklandi. Hvorki Slóvenía né Serbía hafa unnið titilinn áður. Serbía hefur leikið til úrslita einu sinni, árið 2009, en þá töpuðu þeir fyrir Spánverjum í úrslitunum.

Slóvenía hefur aldrei áður farið í úrslitaleikinn en þeir hafa unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og eiga einn leik eftir til að tryggja sér titilinn.

Báðir leikirnir sýndir í beinni á RÚV og RÚV2 í dag:
kl. 14:00 · Spánn-Rúsland - Leikur um 3. sætið
kl. 18:30 · Slóvenía-Serbía - Úrslitaleikurinn

Það er því ljóst að nýtt nafn verður ritað í sögubækur FIBA og nýtt land krýnt Evrópumeistari. Búast má við skemmtilegum og spennandi úrslitaleik og hvetjum við körfuboltaáhugafólk til að fylgjast með veislunni í dag á RÚV.

#korfubolti