16 sep. 2017
Í gær lauk undanúrslitunum á EuroBasket 2017, þegar Serbía lagði Rússlandi í seinni undanúrslitaleiknum. Daginn áður hafði Slóvenía unnið núverandi Evrópumeistara Spánar. Því leika tapliðin um þriðja sætið á morgun, Spánn og Rússland og Slóvenía og Serbía mætast í úrslitaleiknum þar á eftir.
Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía fer í úrslitaleikinn en bæði lið hafa aldrei verið krýnd evrópumeistarar og því verður nýtt nafn ritað á Nikolai Semashko-bikarinn sem keppt er um.
Serbía hefur einu sinni áður leikið til úrslita, árið 2009 gegn spánverjum og hlutu silfur það árið.
Báðir leikirnir sýndir í beinni á RÚV og RÚV2 á morgun:
kl. 14:00 · Spánn-Rúsland - Leikur um 3. sætið
kl. 18:30 · Slóvenía-Serbía - Úrslitaleikur
#korfubolti