2 sep. 2017
Annar leikur Íslands á EuroBasket var gegn Póllandi. Pólverjarnir eru með sterkt lið sem sýndu á löngum köflum hversu megnugir þeir eru. Lokastaðan var 91-61 eftir að Póllandi leiddi aðeins með tveim stigum eftir fyrsta leikhluta 18-16.
Stigahæstur hjá Íslandi í var Hörður Axel Vilhjálmsson með 16 stig og Martin Hermannsson var með 14 stig.
Eftir frábæra byrjun hjá Íslandi sem leiddi 2-8 þá gekk erfiðlega að skora eftir það. Pólverjarnir nýttu sér það og keyrðu upp muninn jafnt og þétt.
Á vef FIBA er ítarleg umfjöllun um leikinn ásamt tölfræði og flottu myndasafni.
Á Youtube vef FIBA er samantekt um leikinn ásamt flottum myndskeiðum úr leiknum.
Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Frakklandi. Hefst hann kl. 13.45 í Finnlandi en kl. 10.45 á Íslandi.
Mynd: FIBA