30 ágú. 2017
Í gærkvöldi bauð íslenska sendiráðið í Finnlandi uppá móttöku í sendaherrabústaðnum vegna þátttöku Íslands á EuroBasket. Er það KKÍ mikið gleðiefni að sendiráðið hafi gefið sér tíma í að bjóða íslenska hópinn velkominn til Finnlands. En ásamt íslenska hópnum var íslenskum fjölmiðlum boðið og samstarfsfólki KKÍ í Finnlandi vegna skipulagningar EuroBasket.
Kristín A. Árnadóttir sendiherra bauð alla velkomna og fór yfir mikilvægi íslenskra Íþrótta á erlendri grundu enda ljóst að íslenskt íþróttafólk er að bera út hróður Íslands um víða veröld.
KKÍ þakkar sendiherra og hennar starfsfólki fyrir að sýna þátttöku Íslands áhuga og það starf sem þau hafa innt af hendi í undirbúningi mótsins. Er það okkur mjög mikilvægt.