23 ágú. 2017
Íslenska karlalandsliðið lék sinn síðasta æfingaleik í kvöld gegn öflugu liði Litháens ytra. Litháen byrjaði feiknavel í leiknum og leiddi í hálfleik 52:27 eða með 25 stigum. Okkar strákar minkuðu muninn um níu stig fyrir lokaleikhlutann en Litháen unnu þann síðasta og lokatölur 84:62 fyrir Litháen.
Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 19 stig og tók einnig flest fráköst eða 7 talsins. Martin Hermannsson var með 14 stig og 7 stoðsendingar. Liðið lék án þeirra Hauks Helga Pálsonar og Jóns Arnórs Stefánssonar sem verða klárir fyrir EM, en þeir hafa verið að jafna sig af smávægilegum meiðslum.
Framundan er heimferðalag á morgun og lokaæfingar liðsins um helgina fyrir brottför á mánudaginn kemur, 28. ágúst, til Helsinki.
Fyrsti leikurinn á EM verður svo fimmtudaginn 31. ágúst gegn Grikkjum.
#korfubolti