22 ágú. 2017
Í morgun spilaði íslenska U16 ára landsliðið gegn Ísrael, 48-63. Þetta var lokaleikurinn í riðlakeppninni og er því orðið ljóst að Ísland spilar um 17.-22. sæti á mótinu þar sem þær töpuðum öllum leikjunum.
Íslensku stelpurnar voru seinar í gang og áttu erfitt með að koma boltanum í körfuna. Þær héldu þó alltaf áfram og var mikil orka í þeim. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 9-15. Annar leikhlutinn var slappur hjá íslenska liðinu og leiddi Ísrael leikinn með 15 stigum í hálfleik, 21-36.
Það var aðeins meiri neisti í stelpunum eftir hálfleik en Ísrael vann þriðja leikhlutann með 5 stigum og var því staðan orðin 36-56. Baráttan var algjörlega til staðar og gáfu stelpurnar allt í botn í fjórða leikhlutanum og unnu leikhlutann með 5 stigum. Lokatölur leiksins voru 48-63.
Ljóst er að Ísland spilar næst gegn Albaníu.
Hægt er að sjá tölfræði og leikinn aftur hér.
Ásta Júlía Grímsdóttir smellti í tvennu 18 stig/24 fráköst/4 varin skot en hún er einnig frákastahæst á öllu mótinu. Ólöf Rún Óladóttir 12 stig/5 fráköst, Alexandra Sverrisdóttir 7 stig/3 fráköst, Hrefna Ottósdóttr 3 stig/3 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3 stig, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 stig/3 fráköst/4 stoðsendingar, Sigurbjörg Eiríksdóttir 2 stig/6 fráköst.