21 ágú. 2017
Undir 16 ára lið stúlkna er nú í Makedóníu á EM. Þær töpuðu sínum þriðja leik gegn Svíum, 39-57.
Svíþjóð byrjaði leikinn töluvert betur og leit út fyrir að íslensku stelpurnar væru örlítið hræddar við að tapa. Eftir fyrsta leikhluta voru Svíar þó ekki nema 7 stigum yfir. Í hálfleik var staðan ennþá 7 stig en íslensku stelpurnar grimmari en í þeim fyrsta.
Þriðji leikurinn var slappur hjá íslensku stelpunum okkar og varð hann þeim að falli í þessum leik. Eftir þriðja leikhluta var munurinn kominn í 21 stig eða 26-47. Þær mega þó eiga það að þær gáfust aldrei upp og börðust alveg fram að síðustu mínútu. Fengu fullt af fínum skotum sem rúlluðu af hringnum.
Jóhanna Pálsdóttir fékk magakveisu og gat því ekki spilað leikinn.
Ásta Júlía Grímsdóttir 10 stig/9 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10 stig/, Ólöf Rún Óladóttir 9 stig/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 5 stig/4 fráköst, Sigurbjörg Eiríksdóttir 2 stig, Eygló Óskarsdóttir 2 stig/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 1 stig