21 ágú. 2017Strákarnir okkar eru nú komnir til Litháens eftir ferðalag dagsins frá Ungverjalandi en þar verða þeir við æfingar í kvöld og á morgun þriðjudag. Á miðvikudaginn kemur þann 23. ágúst er svo komið að lokaæfingaleik liðsins fyrir EuroBasket, gegn landsliði Litháen.
Landslið Litháens hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og eru ávalt með sterkt lið. Í ár munu þeir leika í B-riðli í Ísrael gegn heimamönnum, Úkraínu, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi.
Litáhen lék til úrslita á EuroBasket 2015 gegn Spánverjum þar sem þeir hlutu silfur en Litháen fékk einnig silfur árið 2013. Litháen hefur 14 sinnum leikið á lokamóti EM í sögunni og héldu meðal annars alla keppnina árið 2011.
Leikurinn á miðvikudaginn fer fram í Šiauliai og verða upplýsingar um beina útsendingu og lifandi tölfræði birtar þegar nær dregur.
#korfubolti