19 ágú. 2017U15 ára stúlknalandsliðið mun koma saman í vikunni og æfa saman og leika svo fjóra æfingaleiki gegn liði Írlands. Árni Hilmarsson þjálfari hefur boðað 20 leikmenn í verkefnið, en liði Íra kemur hingað á eigin vegum og er þetta í fyrsta sinn sem U15 ára lið kemur hingað til lands og fyrstu landsleikirnir sem fara fram á Flúðum. Leikmönnum verður skipt í tvö lið og því leika liðin tvo leiki á dag.
Íþróttahúsið á Flúðum verður 27. húsið sem landsleikur fer fram í á Íslandi.
Dagskráin er þannig að l
augardaginn 19. ágúst verður leikið á Flúðum kl. 14:00 og 16:00 og svo á sunnudaginn verður leikið í Grindavík kl. Grindavík kl. 11:00 og 13:00. Hrunamenn ætla að sýna beint frá leikjum laugardagsins á Youtube-rás KKÍ.
Eftirtaldir leikmenn taka þátt fyrir Ísland í leikjunum:
Aníta Sif Kristjánsdóttir | Grindavík |
Anna Margrét Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
Bríet Ófeigsdóttir | Breiðablik |
Edda Karlsdóttir | Keflavík |
Erna Dís Friðriksdóttir | Keflavík |
Eva María Davíðsdóttir | Keflavík |
Gígja Marín Þorsteinsdóttir | Hamar |
Helga Sóley Heiðarsdóttir | Hamar |
Hjördís Lilja Traustadóttir | Keflavík |
Jenný Elísabet Ingvarsdóttir | Keflavík |
Jenný Geirdal Kjartansdóttir | Grindavík |
Natalía Jenný Lucic jónsdóttir | Grindavík |
Perla María Karlsdóttir | Hrunamenn |
Sandra Ilievska | Breiðablik |
Sara Lind Kristjánsdóttir | Keflavík |
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
Thelma Rún Ingvadóttir | Keflavík |
Þórdís Rún Hjörleifsdóttir | Breiðablik |
Þórunn Friðriksdóttir | Njarðvík |
Una Rós Unnarsdóttir | Grindavík |
#korfubolti