17 ágú. 2017Í dag hefur U16 ára lið stúlkna keppni í Evrópukeppni FIBA sem fram fer í Skopje í Makedóníu. U16 stúlkur eru síðast yngra landsliðið á þessu sumri til að hefja leik á EM. Mótherjar okkar stúlkna í riðlakeppninni eru lið Svíþjóð, Grikkland, Ísrael og Lúxemborg.

Fyrsti leikur okkar stúlkna verður gegn liði Lúxemborg í riðlakeppninni og hefst hann kl. 16:45 að íslenskum tíma (+2 í Makedóníu eða 18:45 að staðartíma). Sýnt verður beint frá öllum leikjum mótsins á netinu og lifandi tölfræði er einnig í boði.

Nánari upplýsingar um mótið, beinar útsendingar og lifandi tölfræði, er að finna hérna

Leikmenn og starfsfólk liðsins:
Ein breyting var gerð á leikmannahópnum frá NM í Finnlandi, en þar meiddist Vigdís María og því var ákveðið að hún yrði að hvíla til að ná sér af meiðslum sínum.

Alexandra Eva Sverrisdóttir Njarðvík
Andra Björk Gunnarsdóttir Grindavík
Anna Ingunn Svansdóttir Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir KR
Dagrún Inga Jónsdóttir Njarðvík
Eygló Kristín Óskarsdóttir KR
Hrefna Ottósdóttir Þór Akureyri
Jóhanna Lilja Pálsdóttir Njarðvík
Ólöf Rún Óladóttir Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar
Sigurbjörg Eiríksdóttir Keflavík
Stefanía Ósk Ólafsdóttir Haukar
Daníel Guðni Guðmundsson Þjálfari
Kristjana Eir Jónsdóttir  Aðstoðarþjálfari
Silja Rós Theodórsdóttir Sjúkraþjálfari
Auður Íris Ólafsdóttir Fararstjóri

#korfubolti

#korfubolti