17 ágú. 2017
Íslenska drengjalandsliðið tapaði fyrir Pólverjum í dag með 62 stigum gegn 58 og leika því um sæti 13-16 á Evrópumóti U16 ára liða sem fram fer þessa stundina í Búlgaríu.
Pólland byrjaði leikinn mun betur og leiddi með 8 stigum í leikhléi. Íslensku drengirnir vel studdir af stúkunni komu grimmir út úr leikhléinu og höfðu náð eins stigs forskoti fyrir lokafjórðunginn. Allt gekk hins vegar á afturfótunum síðustu mínútur leiksins og niðurstaðan 4 stiga tap.
Ísland mætir Makedóníu á morgun kl 10:45 á íslenskum tíma í leik sem sker úr um hvort Ísland leiki um 13 sæti eða 15 sæti.