12 ágú. 2017Nú er nýlokið leik Íslands og Ungverjalands á alþjóðlegu æfingamóti í Kazan í Rússlandi. Leikurinn var jafn og spennandi fram á lokamínútur en okkar strákar höfðu betur, lokatölur 60:56.
Hlynur Bæringsson var valinn maður leiksins úr röðum Íslands, var með 13 stig og 5 fráköst. Martin Hermannsson var með 14 stig og 8 fráköst, Kristófer Acox var með 13 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta.
Næsti leikur er lokaleikur mótsins á morgun kl. 09.30 að íslenskum tíma (12:30 í Rússlandi) en þá mætum við heimamönnum.
Sem fyrr verður bein útsending og lifandi tölfræði á heimasíðu Rússenska sambandsins hérna
Úrslit og annað má sjá hérna
#korfubolti