11 ágú. 2017

Ísland laut í lægra haldi fyrir Þýskalandi, 66:90,  á alþjóðlegu æfingamót í Kazan í Rússlandi.

Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Elvari Má Friðrikssyni, Martin Hermannssyni, Herði Axeli Vilhjálmssyni, Hauki Pálssyni og Hlyni Bæringssyni.

Íslenska liðið byrjaði vel og jók forystuna í fyrsta leikhluta jafnt og þétt og leiddi 20:13 eftir þann fyrsta. Annar leikhlutinn byrjaði eins en svo fóru Þjóðverjarnir að leika betur og í minnka muninn. Í hálfleik var staðan 38:40. Þá kom þriðji leikhluti þar sem ekki gekk eða rak hjá íslenska liðinu sem var einnig komið í villuvandræði. Þjóðverjarnir unnu leikhlutann 23:11 og svo þann síðasta 27:17 og lokatölur 66:90.

Martin Hermannsson var stigahæstur með 12 stig og 3 stolna bolta og 3 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason var með 10 stig, Hlynur Bæringsson skoraði 8 og var frákastahæstur með 4 fráköst, Elvar Friðriksson var með 8 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson 5 stig og 4 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 5 stig, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta, Brynjar Þór Björnsson 5 stig, Logi Gunnarsson 4 stig, Ægir Þór Steinarsson 3 stig, Ólafur Ólafsson 3 stig, Kristófer Acox 2 stig, Pavel Ermilinskij 1 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson kom inná en náði ekki að skora.

Rússneska sambandið stendur vel að mótinu og er öll umgjörð hjá þeim flott og til fyrirmyndar. Þeir völdu menn leiksins úr báðum liðum og það kom í hlut Martins í kvöld og fékk hann grip til minningar um það.

Næsti leikur er á morgun við Ungverja sem mættu Rússum í dag og töpuðu 69:84. Leikurinn hefst kl. 16:00 að rússneskum tíma sem er kl. 13:00 á Íslandi. Hægt er að fylgjast með honum í beinni netútsendingu hérna.

#korfubolti