10 ágú. 2017
Í dag klukkan 10:45 á íslenskum tíma hefja drengirnir í U 16 landsliði Íslands leik á Evrópumótinu sem fram fer í höfuðborg Búlgaríu, Sófíu. Drengirnir æfðu í gær í keppnishöllinni sem byggð var árið 1961. Nokkuð ljóst er að heitt verður í kolunum í dag þar sem eina loftkælingin í annars glæsilegri höllinni er stór vifta sem komið hefur verið fyrir í einum dyrunum en úti er búist við um og yfir 30 gráðu hita er leikurinn fer fram.
Leikurinn sem og allir leikir Íslands í mótinu verður í beinni útsendingu á youtube rás FIBA.
Landslið Íslands er óbreytt frá liðinu sem vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu fyrr í sumar og er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Andri Þór Tryggvason | Keflavík |
Árni Gunnar Kristjánsson | Stjarnan |
Baldur Örn Jóhannesson | Þór Akureyri |
Dúi Þór Jónsson | Stjarnan |
Gunnar Auðunn Jónsson | Þór Akureyri |
Ingimundur Orri Jóhannsson | Stjarnan |
Júlíus Orri Ágústsson | Þór Akureyri |
Kolbeinn Fannar Gíslason | Þór Akureyri |
Sigurður Aron Þorsteinsson | Skallagrímur |
Sindri Már Sigurðsson | Þór Akureyri |
Veigar Áki Hlynsson | KR |
Veigar Páll Alexandersson | Njarðvík |
Þjálfari: Viðar Hafsteinsson | |
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson |
Áfram Ísland!