10 ágú. 2017

Í dag klukkan 10:45 á íslenskum tíma hefja drengirnir í U 16 landsliði Íslands leik á Evrópumótinu sem fram fer í höfuðborg Búlgaríu, Sófíu. Drengirnir æfðu í gær í keppnishöllinni sem byggð var árið 1961. Nokkuð ljóst er að heitt verður í kolunum í dag þar sem eina loftkælingin í annars glæsilegri höllinni er stór vifta sem komið hefur verið fyrir í einum dyrunum en úti er búist við um og yfir 30 gráðu hita er leikurinn fer fram.

Leikurinn sem og allir leikir Íslands í mótinu verður í beinni útsendingu á youtube rás FIBA

Landslið Íslands er óbreytt frá liðinu sem vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu fyrr í sumar og er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Andri Þór Tryggvason  Keflavík
Árni Gunnar Kristjánsson  Stjarnan
Baldur Örn Jóhannesson  Þór Akureyri
Dúi Þór Jónsson  Stjarnan
Gunnar Auðunn Jónsson  Þór Akureyri
Ingimundur Orri Jóhannsson  Stjarnan
Júlíus Orri Ágústsson  Þór Akureyri
Kolbeinn Fannar Gíslason  Þór Akureyri
Sigurður Aron Þorsteinsson  Skallagrímur
Sindri Már Sigurðsson Þór Akureyri
Veigar Áki Hlynsson  KR
Veigar Páll Alexandersson  Njarðvík
Þjálfari: Viðar Hafsteinsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

 Áfram Ísland!