10 ágú. 2017
Íslensku drengirnir byrjuðu EM með öruggum sigri á Sviss 80 - 60 þar sem Ísland hafði yfirburði bæði innan vallar og upp í stúku. Drengirnir mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og þegar einbeitingin var í fullkomnu lagi áttu leikmenn Sviss ekki roð í okkar drengi. Ísland leiddi með 50 stigum gegn 34 í hálfleik. Strákarnir komu svo grimmir til leiks í þriðja leikhluta og voru komnir með 26 stiga forskot fljótlega og lönduðu að lokum öruggum 20 stiga sigri. Allir leikmenn liðsins komu við sögu en hægt er að sjá tölfræði leiksins hér og hér má sjá upptöku af leiknum.
Á morgun mæta drengirnir svo liði Rúmeníu klukkan 10:45 á íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu hér.
Áfram Ísland!