9 ágú. 2017
Í dag hélt íslenzka karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu.
 
Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.
Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi: 
11. ágúst kl. 20:00 (17:00 á Íslandi): Ísland - Þýskaland
12. ágúst kl. 16:00 (13:00 á á Íslandi): Ísland - Ungverjaland
13. ágúst kl. 12:30 (09:30 á Íslandi): Rússland - Ísland
 
Nánari fréttir verða fluttar frá mótinu hér á kki.is þegar nær dregur og upplýsingar um lifandi tölfræði, útsendingar og slíkt þegar það liggur fyrir.
 
Æfingahópurinn og leikmenn í Rússlandi:
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa nú einnig skorið niður æfingahóp sinn. Þeir leikmenn sem hafa lokið æfingum með hópnum í bili eru Ragnar Ágúst Natnahaelsson (Arcos Albacete Spáni), Sigurður Gunnar Þorsteinsson (AE Larissas, Grikklandi), Kári Jónsson (Drexel, USA) og Kristinn Pálsson (Marist, USA)
 
Þá hafa þeir valið 14 leikmenn af þeim 15 sem í æfingahópnum eru til að taka þátt í mótinu, en Axel Kárason (Tindastóll), er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.
 
Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi:
nr.  Nafn Staða          F.ár Hæð Lið (land) og fjöldi landsleikja
1 Martin Hermannsson B 1994 194 cm  Châlon-Reims (FRA) · 47
3 Ægir Þór Steinarsson  B 1991 182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 42
6 Kristófer Acox F 1993 196 cm KR (ISL) · 19
8 Hlynur Bæringsson M 1982 200 cm Stjarnan (ISL) · 105 
9 Jón Arnór Stefánsson B 1982 196 cm KR (ISL) · 89
10 Elvar Már Friðriksson B 1994 182 cm  Barry University (USA) · 21
12 Sigryggur Arnar Björnsson B 1993 180 cm Tindstóll (ISL) · 2
13 Hörður Axel Vilhjálmsson  B 1988 194 cm Astana (KAZ) · 59
14 Logi Gunnarsson  B 1981 192 cm Njardvik (ISL) · 132
15 Pavel Ermolinskij F 1987 202 cm KR (ISL) · 56
21 Ólafur Ólafsson               F     1990 194 cm Grindavik (ISL) · 17
24 Haukur Helgi Pálsson F 1992 198 cm Cholet Basket (FRA) · 51 
34 Tryggvi Snær Hlinason M 1997 215 cm Valencia (ESP) · 13
88 Brynjar Þór Björnsson B 1988 192 cm  KR (ISL) · 56

#korfubolti