5 ágú. 2017

Í kvöld spiluðu íslensku stelpurnar við Hvíta-Rússland á EM í Dublin. Stelpurnar spiluðu frábærlega í fyrsta leikhluta og voru greinilega mættar til þess að gera betur en í leiknum í gær. Leikurinn var jafn í 2. leikhluta og leiddu þær Hvít-rússnesku með 3 stigum í hálfleik.

Seinni hálfleikur gekk ekki alveg eins vel og sá fyrr en Hvít-rússneska liðið seig hægt og bítandi framúr. Íslensku stelpurnar gerðu sig sekar um aðeins of mörg mistök og því fór sem fór. Lokatölur í leiknum voru 73-43 fyrir Hvíta-rússlandi og annað tap íslenska liðsins staðreynd.

 Fyrir áhugasama er hægt að skoða tölfræði leiksins hér.

 Á morgun hefði liðið átt að spila á móti Danmörku en þar sem danska liðið dró sig úr keppni var Íslandi dæmdur sigur 20-0 í þeim leik. Stelpurnar eru því í fríi á morgun og reyndar mánudag líka en þá er frídagur hjá öllum í mótinu. Næsti leikur liðsins er því á þriðjduag en þá mætir liðið Austurríki, sem sigraði Albaníu fyrr í dag.