4 ágú. 2017

U18 ára landslið stúlkna hefur keppni í dag á Evrópumóti FIBA sem haldið er í Dublin á Írlandi.

Fyrsti leikur þeirra verður gegn Þýskalandi og hefst hann kl. 17:15. Hægt er að fylgjast með leikjum á og lifandi tölfræði.

Í riðlinum leika Albanía, Austurríki, Danmörk, Hvíta-Rússland, Ísland og Þýskaland.

Tvenn meiðsl settu strik í reikninginn í leikmannahópnum eftir NM. Anna Lóa Óskarsdóttirvarð fyrir fingurmeiðslum og kom Kamilla Sól Viktorsdóttir inn í liðið. Á lokaspretti æfinga fyrir EM fingurbrottnaði líka Erna Freydís Traustadóttir og ekki var tími til né möguleiki að breyta liðsskipan með skráðum varamönnum og því eru 11 leikmenn á EM í ár.

Liðskipan á EM:

Þóranna Kika Hodge-Carr

Birna V. Benónýsdóttir  

Elsa Albertsdóttir  

Katla Rún Garðarsdóttir  

Jónína Þórdís Karlsdóttir  

Dagbjört Dögg Karlsdóttir

Sigrún Elfa Ágústsdóttir  

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir

Ragnheiður Björk Einarsdóttir

Kamilla Sól Viktorsdóttir  

Hulda Bergsteinsdóttir  

 

Finnur Jónsson - þjálfari

Sævaldur Bjarnason - aðstoðarþjálfari

Axel Bragason - sjúkraþjálfari

Sara Pálmadóttir - fararstjóri