4 ágú. 2017

Íslensku stelpurnar í u18 liðinu léku í dag sinn fyrsta leik á EM í Dublin þegar þær léku á móti ógnarsterku liði Þýskalands.

Stelpurnar áttu erfitt uppdráttar í leiknum en fyrir mótið er þýska liðinu er spáð sigri í þessu móti. Íslensku stelpurnar gerðu margt gott í leiknum í dag og taka þær það jákvæða með sér í framhaldið. Þýska liðið var stærra og líkamlega sterkara og spiluðu leikinn mjög vel en stelpurnar okkar stigu upp í 4. leikhluta og kláruðu leikinn með sóma. Það var aldrei hægt að sjá á íslenska liðinu að þær væru búnar að gefast upp og börðust þær til síðasta blóðdropa.

 Næsti leikur er á morgun á móti Hvíta-Rússlandi en liðið bar sigurorð á liði Austurríkis nokkuð sannfærandi í sínum fyrsta leik og verður spennandi að sjá leikinn á morgun. Leikurinn hefst kl.19:30 að íslenskum tíma og hægt verður að sjá hann á Youtube rás FIBA.