31 júl. 2017

Ísland og Belgía mættust öðru sinni í vináttulandsleik í íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi á laugardaginn. Fyrri leikur liðanna var á fimmtudaginn í Smáranum og líkt og þá hafði íslenska landsliðið sigur, lokatölur 85:70.

Stigahæstur í liði Íslands var Haukur Helgi Pálsson með 23 stig. Hlynur Bæringsson var með 17 stig og 5 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 10 stig og 6 stoðsendingar.

Þetta voru síðustu landsleikir liðsins hér heima en framundan eru tvær æfingaferðir á mót og í leiki í ágúst áður en liðið fer til Finnlands á EuroBasket 2017.

Lið Belga voru ánægðir með dvöl sína hér á landi og munu leika í D-riðli í Tyrklandi gegn heimamönnum ásamt Serbum, Rússum, Lettum og Bretum.

#korfubolti