28 júl. 2017Á laugardaginn fer fram síðari vináttulandsleikur Íslands og Belgíu hér á landi og verður hann leikinn á Vesturgötunni á Akranesi k. 17:00.
Miðasala er á leikstað og kostar 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-15 ára.
Ísland vann fyrri leik liðanna á fimmtudaginn í Smáranum en fjórar breytingar verða gerðar á hópnum frá þeim leik
Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Axel Kárason og Ragnar Nathanaelsson koma inn og á móti hvíla Elvar Már Friðriksson, Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ólafur Ólafsson.
Leikskrá fyrir leikinn má sjá hérna
Það var frábær mæting í Smárann á fimmtudaginn og núna væri gaman að sjá sama fjölda mæta á Vesturgötuna á Akranesi.
Fyrir leik verður körfuknattleiksdeild ÍA með Fan-Zone á veitingastaðnum Gamla Kaupfélagið sem staðsett er í miðbæ Akraness, þar verður Happy-hour frá kl. 14:00 og um kl. 15:45 mun landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen kíkja við og spjalla við stuðningsmenn og því ætti að vera góð stemming fyrir leik,
KKÍ hvetur líka sem flesta til að koma gangandi á leikinn þar sem miklar framkvæmdir eru á Vesturgötunni og takmörkuð bílastæði.
Akranesið, ferjan sem siglir á milli RVK og Akraness, mun sigla aukaferðir í tengslum við leikinn, en Akranesið leggur upp frá Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn kl: 15:00 og til baka eftir leik kl: 19:30 frá Akraneshöfn, siglingin tekur um 25 mín. og það er tilboð kr. 3.000 fram og til baka fyrir manninn.
#korfubolti